Tjallinn er tjúll

Eftir nokkurra mánaða umhugsun ákváðum við hjónin að leigja okkur bíl og aka um fagrar sveitir og bæi Englands í nokkra daga. Það eru aðalega tvær ástæður fyrir því að við vorum ekki löngu búin að því. Í fyrsta lagi eru bílar ávanabindandi. Maður getur illa verið án þessara tækja þegar maður fer að nota þau reglulega. Hins vegar er auðvitað þessi undarlega árátta Englendinga að keyra vitlausu megin á veginum, sem er í besta falli þreytandi, í versta falli heimskuleg. Það skrítna er að það tók ekki nema ca 2 klukkutíma að venjast þessu. Ætli ég verði ekki bara vinstramegin þegar ég kem heim aftur. Það er auðvitað betra að vera vinstramegin í lífinu.

Í kvöld bárust þær fréttir að Bretar hefðu unnið þann stórsigur á Evrópuþinginu að þeir yrðu ekki neyddir til að afnema þær guðlegu mælieiningar, eins og pintur og þumlunga. Það er nú aldeilis fínt. Mér þætti líka vænt um að þeir héldu í mælieininguna Hogshead,(svínshöfuð) sem eru víst talsvert margir lítrar. Og aldrei, aldrei skulu þeir afnema pundið, hvað gera menn ef þeir geta ekki haft mynd af Betu drottningu á seðlunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Það yrði ljótt fyrir vinstrimanninn ef þeir breyttu yfir í hægri-umferð í takt við niðurstöður kosninganna.

Sólmundur Friðriksson, 10.5.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband