Þetta er góður dagur til að kjósa breytingar

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur setið of lengi við völd. Hún er orðin þreytt og það sem verra er, hefur hún látið margt slæmt af sér leiða. Mikið hefur verið talað um það að Tony Blair og Verkamannaflokkur hans hafi stundað frjálshyggjustefnu í Bretlandi síðasta áratuginn. Hvað má þá kalla ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks? Í Bretlandi eru engin komugjöld í heilsgæslu. Ef þú dettur og slasar þig, þá þarftu ekki að greiða fyrir skoðun með myndum og tilheyrandi. Ef þú hefur áhyggjur af því að barnið þitt sjái illa, geturðu farið með það í ókeypis augnskoðun. Barnabætur eru hærri en á Íslandi og margt margt fleira gerir Bretland að landi jafnaðar umfram Ísland. Það er sorglegt að sjá hvernig íslenskt samfélag hefur orðið peningavaldinu að bráð. Það er enn tími til að snúa við blaðinu. Kjósum Samfylkinguna og Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætisráðherra.
mbl.is Ingibjörg Sólrún kaus í Hagaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband