Og dálítið meira af Jónasi og Jóni á Reynistað

Í framhaldi af fyrri bloggfærslu þá hef ég aukreitis verið að lesa dagbækur sem enn einn Jón Sigurðsson, að þessu sinni alþingismaður á Reynistað í Skagafirði, ritaði þegar hann var í nám í Askov skólanum á Jótlandi 1906-1907 á sama tíma og Jónas frá Hriflu og 13 aðrir Íslendingar! Jónas kemur þar furðu lítið við sögu í sjálfu sér og auðséð af lestrinum að hann hefur ekki verið í neinu leiðtogahlutverki meðal Íslendinganna. Íslendingarnir í Askov virðast hafa verið helteknir af Danahatri á alvarlegu stigi, en varla er minnst á Jónas nema þá í sambandi við íslenska glímu. Jónas var semsagt góður glímumaður, sem einhvern veginn passar ekki alveg við þá mynd sem maður gerir sér af manninum alla jafna.

Dagbækurnar eru stórmerkileg heimild um þennan sérstaka skóla og samfélag Íslendinga í Askov á þessum tíma þar sem grunnur Framsóknarflokksins var lagður með eða án Jónasi frá Hriflu.

Jón skrifar á skipinu Kong Inge við upphaf ferðarinnar til Danmerkur 23. september 1906

"Á sjálfu skipinu var fremur dauflegt. Útlendir þorparar voru á hverju strái, og jafnvel sumir Íslendingarnir voru svo danskir að þeir kusu heldur að vera með Dönunum en sínum eigin landsmönnum. Við Íslendingarnir vorum í öllu skoðaðir rétt lægri en útlendingarnir, og urðum alstaðar að víkja. En undantekingar eru þó með einstöku "danasleikju" sem gat gjört nógu lítið úr sér til þess að skríða á maganum fyrir þeim. Ég fékk á ýmsan hátt að kenna á ósvífni Dana, sem kveikti hatur mitt til þeirra, sem og síðan hefur getað þroskast og dafnað."

Lýsingarnar á útlendum borgum voru ekki fagrar. Hafnarborgin Leith í Skotlandi vakti enga hrifningu hjá Jóni.

"Mestur hluti borgarinnar var hulinn svartri reykblandaðri þoku og andrúmsloftið var eins og í reyksælu eldhúsi heima á Fróni, þar sem engir haldast nema þaulvanar eldhússtúlkur. Það eru mikil viðbrigði að koma úr tæra og heilnæma sveitaloftinu heima á Fróni og anda svo að sér slíku pestar lofti, enda fannst mér gripið fyrir kverkar mér þegar ég kom fyrst upp í borgina."

Ísland er auðvitað best í heimi!

(Meira síðar)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband