Fljúgandi rottur!!

Eftir 10 tíma ferðalag tókst mér og börnunum að komast til Winchester. Semsagt vakna kl. 5 um nótt, fara í hríð til Keflavíkur, þar sem bílar sátu fastir í skafhríð. Bíða í 2 tíma á flugvellinum til að bíða í 1 í viðbót vegna þess að moksturstæki vallarins höfðu ekki undan. Það varð til þess að við misstum af rútunni á Heathrow til Winchester og þurftum að bíða í 2 tíma eftir næstu rútu. Mér telst þannig til að við höfum samtals beðið í 5 klukkutíma af þessum 10. Þetta hafðist semsagt á endanum og ferðalagið var þolanlegt að flestu leyti.

Það sem fer hins vegar verulega í taugarnar á mér er dálæti breta á dúfum, þessum fljúgandi rottum himingeimsins, sem eru yfirleitt alltaf til ama og jafnvel tjóns. Á aðalrútustöðinni í Heathrow eru þessi kvikindi mjög aðgangshörð. Eftir að vera búinn að koma sér fyrir með kaffi í ískaldri stöðinni var aðal málið að vernda það fyrir sískítandi dúfunum sem eru ofhaldnar af snakki og öðru því sem fólk missir á gólfið. Agjörlega óþolandi. Hvernig er það er engin fuglaflensa í þessum fullkomlega óþörfu flugrottum? Hvar er Guðni, þegar hans er þörf?

Ég minnist þess með nokkurri ánægju þegar útrýmingarherferð var hafinn á hendur dúfum á Sauðárkróki fyrir ca 15 árum. Fjöldamorð framinn með öllum tiltækum áhöldum. Ég var sendur upp á húsþak á þriðju hæð vopnaður hnífi til að ráðast gegn sérlega andstyggilegu eintaki, en tókst því miður ekki að vinna á því, en kastaði hreiðrinu niður í hefndarskyni. Það held ég nú.

Ástæða útrýmingarherferðarinnar var sú að einhver hafði smitast af páfagaukaveiki eða einhverju álíka sem hægt var að rekja til þessa. Ég er viss um að fjöldi fólks hefur látist af þessari veiki á Heathrow. Þar var einmitt verið að auglýsa eftir vitnum vegna dularfulls morðmáls þegar ég átti þar leið um. Mér fannst svarið liggja í augum uppi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband