Humm

  Gild House

Enskt samfélag er dálítið sérstakt. Sem ferðamaður rekst maður aldrei á verulegar hindranir í Englandi. Maður sér fljótlega að Englendingar eru ansi íhaldsamir og sem ferðamaður, sér maður þetta fyrst og fremst á jákvæðan hátt. Þeir keyra jú ennþá vinstramegin, eru miður sín yfir því að þrufa að tala um kílómetra og grömm,

Þegar maður reynir á eigin skinni að búa í Englandi verður þessi innbyggða íhaldsemi stundum dálítið sérkennileg. Eitt af því sem flestum Íslendingum þykir sérkennilegt, er tíminn sem einfaldir hlutir taka. Það sem er afgreitt samdægurs á Íslandi getur tekið viku í Englandi. Það að kaupa húsgögn er flókið ferli, sem getur tekið allt að sex vikur. Það er kannski ástæðan fyrir því að IKEA hefur notið fádæma vinsælda í Englandi. Ef einhver segist ætla að hringja í þig – þýðir það ekki endilega í dag, hvað þá eftir korter. Það getur verið eftir 2 daga, en þeir hringja, Englendingar mega eiga það. En semsagt loksins erum við komin með nettenginu (að vísu bara símatengingu, en breiðbandið á að komast á fljótlega), húsgögnin sem við pöntuðum fyrir þrem vikum koma eftir helgi, og loksins, loksins kemur búslóðin að heiman.

Við sem búum í hinni fornu höfuðborg Bretlands, Winchester, förum ekki varhluta af því að Englendingar telja sig enn til hinna útvöldu og mjólka þá sögu eins og framast er kostur. Bretar voru jú heimsveldi, byggt á viðskiptum, enda var floti Breta um tíma jafn stór og samanlagður floti allra annarra ríkja heimsins. Einhvers staðar á leiðinni varð Bretum hins vegar á. Viðskiptaumhverfi Bretlands minnir enn á tíma seglskipanna, þar sem hálfur mánuður var stuttur tími til að kaupa nýlenduvörur, eins og þær voru kallaðar á Íslandi, þótt engar væru nýlendurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband