11.2.2007 | 17:19
David Cameron i vondum málum?
Alltaf gaman að fylgjast með pólitískri umræðu í Bretlandi sem er mörgum mílum fyrir ofan og utan þá íslensku, þar sem skoðanakannanir virðast ráða umræðunni, og aldrei farið ofan í grunninn á málefnunum. Hér eru stjórnmálamenn reglulega teknir í nefið af öflugum blaðamönnum, sem hika ekki við að spyrja sömu spurninganna oft, til að fá svör uppúr þeim.
Hins vegar missa blaðamenn sig hér eins og annars staðar. Öll dagblöð og fjölmiðlar eru uppfull af upplýsingum um meinta kanabisneyslu Davíðs, sem átti sér víst stað í þeim fróma Eton strákaskóla og í Oxford. Reykingar á hassi eru örugglega ekki það versta sem átti sér stað í Eton, sem er hreinlega furðulegur skóli. "He smoked dope at Eton, and Oxford" er fyrirsögnin í Mail on Sunday og hin blöðin eru á svipuðum slóðum. Þó ég sé yfirleitt aldrei sammála Cameron, þá verð ég að segja að í þessu máli er ég honum sammála þegar hann segir að þetta komi mönnum einfaldlega ekki við. Stjórnmálamenn eiga rétt á einkalífi og hvað 15 ára strákur gerði í einhverjum skóla upp í sveit skiptir ekki máli. Fyrir svo utan að stjórnmálamenn sem hafa engar "beinagrindur í skápnum" eru hvorki spennandi og líklega litlausir og ómerkilegir!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
Um bloggið
Unnar bloggar
Færsluflokkar
Tenglar
Fréttir
Pólitík
- Heilbrigð skynsemi Sáttmáli Samfylkingar við kjósendur um þau verkefni sem nauðsynlegt er að vinna
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.