Við framsóknarmenn - í Winchester

Við framsóknarmenn í Winchester, þ.e. aðalega ég urðum fyrir nokkru áfalli í dag. Við eða ég komumst nefnilega að því að helv. íhaldið er með meirihluta í Winchesterhreppi. Ég sem hélt að við réðum þessu þorpi. En nei, svo er ekki. Ég hef mér til málsbóta að við framsóknarmenn ráðum í okkar hverfi, þ.e. St. Pauls, sem er auðvitað eitthvað alvirðingarverðasta hverfið í Winchester. Ég hef eftir ítarlegar rannsóknir ekki komist að því hverju við ráðum nákvæmlega. Hef þó komist að því að við ráðum engu um gatnakerfið, gangstéttir, sóðaskap og drykkjuskap, en þessi atriði eru einmitt þau sem mest eru ámælisverð í okkar hverfi. Nú eru kosningabæklingarnir að streyma inn um dyralúguna. Ég hendi samviskusamlega öllum bæklingum, sem eru ekki frá okkur framsóknarmönnum, en gæti þess að setja þá í endurvinnanlegu tunnuna. Hvernig gengur annars með þessi mál í hinu umhverfisvæna Íslandi?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu

Ráða ekki Winchestkir framsóknarmenn einhverjum sjóðum sem þeir geta notað til að fjármagna glanstímarit um framtíðarsýn sína á gatnakerfi, gangstéttir, sóðaskap og drykkjuskap? Allt þetta gæti t.d. tengst öldruðum með einhverjum hætti ef slíkir sjóðir eru tiltækir.

Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 24.3.2007 kl. 09:26

2 Smámynd: Unnar Rafn Ingvarsson

Jú þetta er ágæt hugmynd. Því miður hafa þeir ekki tekið glanstímaritin í þjónustu sína. Kannske Siv geti skotist yfir og athugað hvort ekki leynist einhver matarhola í ónotuðum sjóðum.

Unnar Rafn Ingvarsson, 24.3.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband