24.3.2007 | 22:06
Þetta er nú skemmtileg hugmynd
Að kalla götur eftir persónum í skáldsögum H.K.L. er auðvitað fín hugmynd. Reyndar væri kannske við hæfi að velja aðeins einfaldari nöfn. Ég vona að enginn útlendingur eigi erindi í Ástu-Sólliljugötu á næstunni. Hins vegar er allt í lagi og ágætur siður að kalla götur eftir fólki, sögulegum atburðum o.s.frv. Það færir okkur nær sögunni og gerir hana hluta af lífi okkar. Við eigum einstök dæmi um slíkt frá eldri tíð. Ingólfsstræti í Reykjavík og hið þjála nafn Helgamagrastræti er á Akureyri. Götur geta heitið öðrum nöfnum en Aðalgata eða Melavegur. Semsagt að flestu leyti fínt mál. Gott væri samt ef aðalgatan í hverfinu fengi nafnið Halldórsstræti.
Götur nefndar eftir kvenpersónum úr verkum Laxness | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Unnar bloggar
Færsluflokkar
Tenglar
Fréttir
Pólitík
- Heilbrigð skynsemi Sáttmáli Samfylkingar við kjósendur um þau verkefni sem nauðsynlegt er að vinna
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er á því að þú sért ekki í lagi, Anna mín, frekar en ég.
En að tala um "götu, veg, eða stíg," með Halldór fyrir framan, ég sé ekki af hverju.
Hann hefur alltaf verið umdeildur, ekki eiðileggja heilt hverfi, bara með honum.
Hvað með "Lágafell, Háafell, Ystafell, Neðstafell, efstafell, Stórafell (aðalgatan),
Litlafell, smáfell (litla gatan í hverfinu), og so on, ha?????
Guðni Ólason, 25.3.2007 kl. 05:07
Tilfellið er að oft hafa menn lent í stórkostlegum vandræðum með þessarri aðferð Lágafell, Háafell o.s.frv. Nöfnin vísa ekki í neitt í landslaginu og stundum eru orðskrípi notuð til að þóknast stafrófinu. Það er ekkert að því að kalla götur eftir mönnum. Ég hefði t.d. ekkert á móti því að Davíðsgata sé til í Reykjavík, þótt ég sé ekki sérlegur aðdáandi mannsins. Spurning samt hvort það verður ekki að vera Davíðs Oddssonarstræti eða Ólafs Ragnars Grímssonarstræti. Þau gætu t.d. verið hlið við hlið.
Unnar Rafn Ingvarsson, 25.3.2007 kl. 11:42
Skemmtilegar pælingar með götunöfn. Mér hefur oft fundist götuheiti nýrra hverfa bera vott um litla sköpunargleði og þarf maður stundum staldra við og stauta sig fram úr götuskiltum í nýjum hverfum borgarinnar, og þarf þá að grípa til hljóðaaðferðarinnar eins og grunnskólabarn á fyrstu stigum lestrarkennslu. Radíusbræður komust vel að orði í þessum málum þegar Davíð Þór líkti nöfnum á götum í Gravarvoginum við japanska bardagaíþrótt: MURURIMI. En Halldórsstræti væri vel við hæfi sem aðalgatan og bæti ég hér annarri tillögu við: Laxnes!
Sólmundur Friðriksson, 25.3.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.