5.4.2007 | 18:08
Sirkus Billy Smart
Það vita allir að eftir jólunum er til enskis að hlakka nema áramótanna, sérstaklega fyrir unga drengi.
Það er gamlaárskvöld. Búið að borða, búið að vinda sér í gegn um ávarp forsætisráðherra (Ávarp Gunnars Thoroddsen ætti að gefa út á dvd, enda er það líklega lengsta ræða sem forsætisráðherra hefur haldið, og með fæstum orðum) Svipmyndir frá innlendum vettvangi voru þolanlegar, en þær af erlendum síðri. Sem ungur drengur var þolinmæðin búin um þetta leyti, en þá skelltu Andrés Björnsson og félagar inn dagskrárlið, sem var í minningunni algjörlega óþolandi; Sirkus Billy Smart. Í besta falli væri hægt að horfa á þetta sjónvarpsefni á fimmtudagskvöldum, en á gamlaárskvöld var ekki hægt að hugsa sér þetta dagskrárefni, nema sem pyntingu á börnum.
Semsagt ég hef ekki sérlega góðar minningar um þennan sirkus og hef haft horn í síðu þessa Billy Smart og jafnvel útvarpsráðs alls alla tíð síðan. Sem betur fer hættu sýningar á þessu upp úr 1980 og hafa ekki sést síðan, en að vísu fundu Andrés og félagar aðra sirkusa, sem voru litlu meira spennandi.
Ástæðan fyrir þessari sáru upprifjun er sú að sirkus Billy Smart er í Winchester þessa daganna, og eins og í sveitinni í gamladaga verður maður auðvitað að mæta á slíkar samkomur. Ég þurfti sem sagt að fara með stelpurnar á sýningunna.
Það má segja Billy og félögum til hróss að þeir stunda fjárkúgun af gamla skólanum. Rukka stórfé fyrir alla hluti, smáa sem stóra og sýningin samanstóð af fljúgandi Rússum, eldgleypandi Hollendingum, bardagamönnum frá Mongólíu og indverskum undirfatamódelum. Sem sagt allt sem hugurinn girnist fyrir unga sem aldna. Nema kannski fyrir mig. Líklega hef ég ekki sæst við Andrés ennþá, það er leitt, enda Andrés heitinn heiðursmaður hinn mesti og sirkusinn ja bara nokkuð góður, þrátt fyrir allt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Unnar bloggar
Færsluflokkar
Tenglar
Fréttir
Pólitík
- Heilbrigð skynsemi Sáttmáli Samfylkingar við kjósendur um þau verkefni sem nauðsynlegt er að vinna
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.