15.4.2007 | 16:21
Sögufræg hús liggja undir skemmdum
Lindargata er elsta gata Sauðárkróks og við hana standa mörg af elstu og þekktustu húsum Sauðárkróks. Staddur í útlöndum á ég erfitt með að meta nákvæmlega hvaða hús hafa orðið verst úti, en sýnist af myndum að elsta hús Sauðárkróks, sem enn stendur á upprunalegum stað, Erlendarhús, byggt 1875, hafi orðið afar illa úti. Eins hafi Villa Nova, sem er eitt af glæsilegustu byggingum landsins byggt 1904, og Gullsmiðshús, sem stendur nokkru sunnar við Lindargötu orðið fyrir verulegum skemmdum. Það er því ljóst að hér er um mikið menningarlegt tjón að ræða og þarf að taka tillit til þess þegar skemmdir eru metnar. Sem dæmi kostaði endurgerð á stiganum norðan Villa Nova um 500.000 krónur í endurbyggingu fyrir nokkrum árum og mikilvægt að unnið sé bæði hratt og vel í hreinsun og þurrkun á húsunum svo þau verði ekki fyrir frekari skemmdum.
Í öllu falli er þetta skelfilegt tjón fyrir menningarsögu Skagfirðinga ef ekki tekst að koma í veg fyrir frekari skemmdir á þessum húsum. Hér þurfa eigendur, tryggingarfélög og RARIK að vinna fljótt og vel.
Aurskriða féll á Sauðárkróki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Unnar bloggar
Færsluflokkar
Tenglar
Fréttir
Pólitík
- Heilbrigð skynsemi Sáttmáli Samfylkingar við kjósendur um þau verkefni sem nauðsynlegt er að vinna
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, þetta er svakalegt tjón sem þarna hefur orðið. Sem brottfluttum Króksara brá mér nokkuð í brún og hugsaði einmitt til þessara gömlu húsa í Lindargötunni. Ég þekki svo sem ekki sögu hinna húsanna en bjó sjálfur í Villa Nova og hef sterkar taugar til þess, og sem dæmi um þá sögu sem það geymir að þá bjó amma mín þar sem ung stúlka, kom austan af fjörðum á 2. tug 20. aldar og réð sig þangað í vist hjá sýslumannsfrúnni frænku hennar, Soffiu Bogadóttur að mig minnir.
Mér finnst skrýtið að ekkert hafi verið talað um í fréttum hve mikil menningarleg verðmæti eru í húfi við björgun þessara húsa. Er verðmætamatið orðið svona brenglað hjá Íslendingum nútímans?
Sólmundur Friðriksson, 16.4.2007 kl. 12:33
Já ég vona að menn átti sig á hvað þarna er í húfi. Hvað ömmu þína og frænku mína varðar, þá hýtur hún að hafa farið í vist hjá frænda sínum Magnúsi Guðmundssyni sýslumanni og síðar ráðherra.
Unnar Rafn Ingvarsson, 16.4.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.