Einmenningskerfið í allri sinni mynd

Það er í raun og veru furðulegt að fylgjast með því hvernig einmenningskjördæmiskerfið virkar í raun og veru. Hér í Winchester eru kosningar eins og víða annars staðar. Hér er baráttan milli Íhaldsmanna og Frjálslyndra. Kosningabaráttan er að mörgu leyti lærdómsrík og sýnir að mínu mati hvers vegna á ekki að taka þetta kerfi upp á Íslandi.

Það fyrsta sem menn gera í einmenningskjördæmum er að útiloka öll framboð, nema þau tvö sem talin eru eiga flest atkvæði. Í þessu tilfelli sendu Liberals frá sér marga bæklinga, sem báru yfirskriftina Labour is out of the race, og sýndu að allir þeir sem ætluðu að kjósa Verkamannaflokkinn ættu að hætta við það, vegna þess að með því væru þeir að kasta atkvæði sínu á glæ. Verkamannaflokkurinn reyndi ekki einusinni að svara þessu, heldur hvarf út úr kosningabaráttunni með öllu.

Í öðru lagi líma þeir tveir frambjóðendur sem eftir eru sig saman í öllum málum. Engin munur er á stefnumálum Íhaldsflokksins og Frjálslyndra og ekki verður séð að þeir hafi neinn áhuga á að gera ágreining um stefnumál. Frjálslyndir eru grænir og Íhaldsbláminn er orðinn fagurgrænn. Já það er ekki bara á Íslandi sem Íhaldið verður grænt, svona í aðdraganda kosninga. Meðalmennskan og skoðanaleysið er allsráðandi, og áhugi almennings eftir því.

Niðurstaða kosninganna verður svo? Tja, það skiptir bara engu máli. Ég spái Liberals sigri. Þeir eru svosem ekki óvanir því á þessu svæði, ólíkt flestum öðrum héruðum á Englandi. En Liberals eru þó að heyja kosningabaráttu, einir flokka. Íhaldsmenn sjást annað slagið, meira að segja Cameron formaður hjólandi um Hampshire, en Verkamannaflokkurinn og Blair eru í Skotlandi að reyna berja í brestina þar. Í Skotlandi er hin raunverulega spenna í þessum kosningum, og væri verulegt áfall fyrir Skotann Gordon Brown ef skoskir þjóðernissinnar ná þar meirihluta.


mbl.is Kosningar á Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband