11.5.2007 | 08:41
Eurovisionhryllingurinn
Gaman að þessari Eurovisionkeppni. Hér í Bretlandi hafa menn þungar áhyggjur af keppninni eftir úrslit gærkvöldsins, þar sem Austur-Evrópuríki unnu kosninguna glæsilega. Sérstaklega voru Bretar miður sín útaf Dönum, og ég get ekki verið annað en sammála þeim. Hins vegar telja Bretar að möguleikar þeirra á sigri hafi aukist, þar sem öll bestu lögin hafi fallið úr keppni. Breska lagið er hins vegar afburða leiðinlegt svo þeir eiga enga möguleika. Ég spái þeim einu af neðstu sætunum. Sú niðurstaða ásamt lélegri frammistöðu hjá hinum fjórum þjóðunum sem borga mest og fá alltaf að vera í úrslitum, Spánn, Frakkland og Þýskaland getur haft í för með sér að Eurovision leggst af. Það eru hvort sem er komnar keppnir sem eru með miklu meira áhorf og eru á svipuðum markaði.
Eiríkur stóð sig hins vegar vel og lagið var þokkalegt, en í tilefni af þessu meinta samsæri Austur-Evrópu. Hvernig stóð á því að Pólland komst ekki áfram? Pólverjar eru í kippum um alla Evrópu. Vantar þeim þjóðerniskenndina, eða eiga þeir ekki síma?
Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Unnar bloggar
Færsluflokkar
Tenglar
Fréttir
Pólitík
- Heilbrigð skynsemi Sáttmáli Samfylkingar við kjósendur um þau verkefni sem nauðsynlegt er að vinna
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.