Lítill þessi heimur!

Undarlegt það sem kemur fyrir mann. Á föstudaginn fór ég í opinbera heimsókn í skjalasafn Hamp-skýris hér í Winchester og þar sem ég var að dást að risastórum skjalageymslunum og öllu starfsfólkinu þá var mér bent á að það væri Íri á safninu, sem væri að halda fyrirlestur, og langaði að hitta mig. Ég var auðvitað til í það. Alltaf gaman að hitta Íra. Hann heilsaði mér hins vegar á stórgóðri íslensku með norskum hreim. Hverjar eru líkurnar á að hitta Íra sem talar íslensku með norskum hreim í Winchester? Varla mjög miklar. Í ljós kom að þetta var írska skáldið Michael O'Sidhail ,sem lærði í Osló og drakk, að eigin sögn, mikið með íslenskum vinum. Hann kenndi reyndar líka gelísku við Háskóla Íslands um tíma. Sem sagt það fór vel á með okkur. Gaman að þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Gaman að þessu. Hvenær komið þið annars heim í fjörðinn fagra?

Guðrún Helgadóttir, 31.5.2007 kl. 17:06

2 Smámynd: Karl Jónsson

Þið hafið nú væntanlega skell í ykkur einum pint?

Karl Jónsson, 5.6.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband