30.6.2007 | 02:23
Afmæli og heimkoma
Nýkominn heim úr 60 ára afmæli Hjalta Pálssonar ritstjóra Byggðasögu Skagafjarðar. Vandfundin sú samkoma sem getur státað að öðru eins samsafni snillinga. Þar voru samankomnir flestallir af fremstu sögumönnum Skagfirðinga, auk snilldar tónlistarmanna. Formleg dagskrá stóð vel á fjórða tíma og þá voru eftir einleikir allra hinna sem þurftu að láta ljós sitt skína í smærri hópum.
Skagfirðingar hafa afskaplega gaman að sögum og þótt maður hafi heyrt sumar 100 sinnum verður maður ekki leiður á þeim. Sagan af Sighvati Sighvats, stórsnillingi er frábær.
Þegar Hvati, eins og hann var nefndur, var til sjós vildi það til að skipsfélagi hans féll á milli skips og bryggju, þegar þeir félagarnir voru að koma til skips af einhverju ralli. Sighvatur gekk til skips og sagði hvað gerst hefði og var auðvitað miður sín út af þessu atviki, enda taldi hann þennan félaga sinn af. Skipsfélagarnir ruku hins vegar út og náðu að fiska manninn upp úr sjónum og reyndist gott lífsmark með honum. Þegar maðurinn kom til lífsins sagði hann. "Vitiði hvað karlhelvítið sagði" og átti þá við Hvata, "Hann sagði, "ég bið að heilsa honum pabba þínum, elskan mín", en faðir hans var þá látinn og "elskan mín" var viðkvæði Hvata.
Snilld alltsaman.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Unnar bloggar
Færsluflokkar
Tenglar
Fréttir
Pólitík
- Heilbrigð skynsemi Sáttmáli Samfylkingar við kjósendur um þau verkefni sem nauðsynlegt er að vinna
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.