Það er bara svona

Ég hefði seint getað ímyndað mér að ég færi að taka þátt í þessarri bloggvitleysu allrisaman, en fyrir vini og vandamenn, samherja, mótherja og aðra hef ég ákveðið sumsé að stofna til blogsíðu í tilefni af tímabundnum flutningi fjölskyldunnar til Englands, nánar tiltekið til þeirrar frómu borgar (eða bæjar) Winchester, sem er u.þ.b. klukkutíma frá London í ca suðvestur. Stefnan er semsagt sett suður fyrir frostmark. Síðar mun fjölskyldan líklega setja á stofn annað spjallsetur (blogg) þar sem fjallað verður um einskynsnýt fjölskyldumál, en í framtíðinni verður á þessarri síðu fjallað um pólitík með sögulegum og nútímalegum sleggjudómum. Svo vísað sé til eldri þátta af Stundinni okkar, þá vona ég að einhverjir hafi gagn og gaman af.

Ég var að rifja það upp um daginn að það er nær aldarfjórðungur síðan ég tók fyrst þátt í pólitísku starfi - og á sama tíma varð mér hugsað til þess að ég hefði hugsað ca 5002 sinnum um það að hætta því rugli, enda er fátt fánýtara og tilgangslausar í okkar mannlífi. Hvað það varðar er víst auðveldara í að komast en úr að fara. Hins vegar er ég sammála því að okkur ber öllum skylda til að taka samfélagslega afstöðu til mála, eftir okkar sannfæringu. Ég hef semsagt ekki fengið nóg.

Hitt er svo enn annað mál að ég hef sífellt minni áhuga á nútímapólitík. Pólitíkin í gamla daga var nefnilega miklu merkilegri og stórkostlegri en ykkur flestum getur grunað og þið sem lesið þessar færslur (þið örfáu sem ennþá nennið að lesa þessa langloku) fáið innlit í pólitískan huga þeirra sem byggðu upp íslenskt samfélag á fyrri hluta 20. aldar.

Mitt aðalstarf næstkomandi sex mánuði verður að leggja drög að MA ritgerð minni um valdabaráttu í Skagafirði undir lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. Þeim sem ekki líst á efnið ráðlegg ég að loka þessum glugga og sinna öðrum verkefnum og opna aldrei aftur.

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband