Jónas frá Hriflu og fleiri líkir

Undanfarna daga hef ég verið að rifja upp kynni mín af ævisögum Guðjóns Friðrikssonar um Jónas Jónsson frá Hriflu. Að sumu leyti er ég enn hrifnari af bókunum en fyrst þegar ég las þær. Þær eru í einu orði sagt stórskemmtilegar. Þær eru líka vandaðar að flestu leyti, en ég er orðinn svo leiðinlegur og gagnrýninn að ég get enga bók séð, nema að setja útá þær. Þrátt fyrir ánægjuna með bækurnar finnst mér þær nánast vera emperískar. Við að lesa bækurnar fær maður á tilfinninguna að íslenskum stjórnmálum á 20. öld hafi verið ráðið í bakherbergi í Stjórnarráðinu og enginn hafi haft nokkuð um það að segja. Það var ekki svo. Styrkur Jónasar frá Hriflu fólst í því hvernig hann byggði upp sitt pólitíska afl og spann þann vef sem dugði til að ná völdum. Jónas naut vissulega mikils trausts, enda búinn að vinna það traust með þrotlausri vinnu í rúman áratug, áður en hann bauð sig fram til alþingis. Þetta virðist vera einkenni á umfjöllun um stjórnmál á 20. öld. Saga Framsóknarflokksins eftir Tíma-Tóta er raunar einstakt dæmi um slíka emperíska söguritun. Þar virðast flest mál koma til af "sögulegri nauðsyn" og Framsóknarflokkurinn (eða örfáir forystumenn hans) náði þeim einstæða árangri samkvæmt bókunum að sigra í hverjum einustu alþingis- og sveitarstjórnarkosningum frá 1916. Geri aðrir betur.

Traustasti Framsóknarmaður Norðanlands hafði löngum að orði þegar rætt var um Framsóknarflokkinn. "Ég held að við höfum bara aldrei verið sterkari". Það væri kannski ráð að maðurinn með stóra nafnið í brúnni hjá Framsókn tæki sér þessi orð í munn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fyrir þá, sem hafa áhuga á Jónasi, má vísa á eftirfarandi fljótlesið ágrip af lífshlaupi hans og verkum: Jónas Jónsson frá Hriflu.

Jón Valur Jensson, 10.1.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband