Frábærar fréttir

Skönnun á blöðum og tímaritum sem sjá má á www.timarit.is er frábært framtak, sem hefur létt mönnum lífið við rannsóknir á sagnfræði. Það er í meira lagi þægilegt að sitja heima, þegar manni hentar, og fletta blöðum og tímaritum. Sumt hafði maður hreinlega ekki hugmynd um að væri til. Sérstaklega er ánægjulegt að nú standi til að skanna Tímann, sem er afar merkilegt blað, sem og Alþýðublaðið á tímabili, ég vona bara að þau á Akureyri drífi sig af stað, ég þarf nefnilega að kíkja á fyrstu áratugi Tímans sem allra fyrst.
mbl.is Dagur, Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn á netið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

David Cameron i vondum málum?

Alltaf gaman að fylgjast með pólitískri umræðu í Bretlandi sem er mörgum mílum fyrir ofan og utan þá íslensku, þar sem skoðanakannanir virðast ráða umræðunni, og aldrei farið ofan í grunninn á málefnunum. Hér eru stjórnmálamenn reglulega teknir í nefið af öflugum blaðamönnum, sem hika ekki við að spyrja sömu spurninganna oft, til að fá svör uppúr þeim.

     Hins vegar missa blaðamenn sig hér eins og annars staðar. Öll dagblöð og fjölmiðlcameron0802_60x60ar eru uppfull af upplýsingum um meinta kanabisneyslu Davíðs, sem átti sér víst stað í þeim fróma Eton strákaskóla og í Oxford. Reykingar á hassi eru örugglega ekki það versta sem átti sér stað í Eton, sem er hreinlega furðulegur skóli. "He smoked dope at Eton, and Oxford" er fyrirsögnin í Mail on Sunday og hin blöðin eru á svipuðum slóðum. Þó ég sé yfirleitt aldrei sammála Cameron, þá verð ég að segja að í þessu máli er ég honum sammála þegar hann segir að þetta komi mönnum einfaldlega ekki við. Stjórnmálamenn eiga rétt á einkalífi og hvað 15 ára strákur gerði í einhverjum skóla upp í sveit skiptir ekki máli. Fyrir svo utan að stjórnmálamenn sem hafa engar "beinagrindur í skápnum" eru hvorki spennandi og líklega litlausir og ómerkilegir!


Humm

  Gild House

Enskt samfélag er dálítið sérstakt. Sem ferðamaður rekst maður aldrei á verulegar hindranir í Englandi. Maður sér fljótlega að Englendingar eru ansi íhaldsamir og sem ferðamaður, sér maður þetta fyrst og fremst á jákvæðan hátt. Þeir keyra jú ennþá vinstramegin, eru miður sín yfir því að þrufa að tala um kílómetra og grömm,

Þegar maður reynir á eigin skinni að búa í Englandi verður þessi innbyggða íhaldsemi stundum dálítið sérkennileg. Eitt af því sem flestum Íslendingum þykir sérkennilegt, er tíminn sem einfaldir hlutir taka. Það sem er afgreitt samdægurs á Íslandi getur tekið viku í Englandi. Það að kaupa húsgögn er flókið ferli, sem getur tekið allt að sex vikur. Það er kannski ástæðan fyrir því að IKEA hefur notið fádæma vinsælda í Englandi. Ef einhver segist ætla að hringja í þig – þýðir það ekki endilega í dag, hvað þá eftir korter. Það getur verið eftir 2 daga, en þeir hringja, Englendingar mega eiga það. En semsagt loksins erum við komin með nettenginu (að vísu bara símatengingu, en breiðbandið á að komast á fljótlega), húsgögnin sem við pöntuðum fyrir þrem vikum koma eftir helgi, og loksins, loksins kemur búslóðin að heiman.

Við sem búum í hinni fornu höfuðborg Bretlands, Winchester, förum ekki varhluta af því að Englendingar telja sig enn til hinna útvöldu og mjólka þá sögu eins og framast er kostur. Bretar voru jú heimsveldi, byggt á viðskiptum, enda var floti Breta um tíma jafn stór og samanlagður floti allra annarra ríkja heimsins. Einhvers staðar á leiðinni varð Bretum hins vegar á. Viðskiptaumhverfi Bretlands minnir enn á tíma seglskipanna, þar sem hálfur mánuður var stuttur tími til að kaupa nýlenduvörur, eins og þær voru kallaðar á Íslandi, þótt engar væru nýlendurnar.


Brittish Telecom

Brittish Telecom er vont fyrirtaki. Tar vinna vondir menn, sem ljuga. Eg er buinn ad eyda 30 pundum i ad tala vid ta um ta einfoldu stadreynd ad siminn hja mer er ekki i lagi. Enginn simi = ekkert internet.

Semsagt their lofudu ad kippa thessu i lag i dag, efast storlega, en alit mitt a Simanum hefur batnad storlega.

 


Vont samband

Tad tekur lengri tima en eg helt ad koma upp internetsamband herna i Winchester. Nastu vikur verdur tvi litid bloggad.

 


Fljúgandi rottur!!

Eftir 10 tíma ferðalag tókst mér og börnunum að komast til Winchester. Semsagt vakna kl. 5 um nótt, fara í hríð til Keflavíkur, þar sem bílar sátu fastir í skafhríð. Bíða í 2 tíma á flugvellinum til að bíða í 1 í viðbót vegna þess að moksturstæki vallarins höfðu ekki undan. Það varð til þess að við misstum af rútunni á Heathrow til Winchester og þurftum að bíða í 2 tíma eftir næstu rútu. Mér telst þannig til að við höfum samtals beðið í 5 klukkutíma af þessum 10. Þetta hafðist semsagt á endanum og ferðalagið var þolanlegt að flestu leyti.

Það sem fer hins vegar verulega í taugarnar á mér er dálæti breta á dúfum, þessum fljúgandi rottum himingeimsins, sem eru yfirleitt alltaf til ama og jafnvel tjóns. Á aðalrútustöðinni í Heathrow eru þessi kvikindi mjög aðgangshörð. Eftir að vera búinn að koma sér fyrir með kaffi í ískaldri stöðinni var aðal málið að vernda það fyrir sískítandi dúfunum sem eru ofhaldnar af snakki og öðru því sem fólk missir á gólfið. Agjörlega óþolandi. Hvernig er það er engin fuglaflensa í þessum fullkomlega óþörfu flugrottum? Hvar er Guðni, þegar hans er þörf?

Ég minnist þess með nokkurri ánægju þegar útrýmingarherferð var hafinn á hendur dúfum á Sauðárkróki fyrir ca 15 árum. Fjöldamorð framinn með öllum tiltækum áhöldum. Ég var sendur upp á húsþak á þriðju hæð vopnaður hnífi til að ráðast gegn sérlega andstyggilegu eintaki, en tókst því miður ekki að vinna á því, en kastaði hreiðrinu niður í hefndarskyni. Það held ég nú.

Ástæða útrýmingarherferðarinnar var sú að einhver hafði smitast af páfagaukaveiki eða einhverju álíka sem hægt var að rekja til þessa. Ég er viss um að fjöldi fólks hefur látist af þessari veiki á Heathrow. Þar var einmitt verið að auglýsa eftir vitnum vegna dularfulls morðmáls þegar ég átti þar leið um. Mér fannst svarið liggja í augum uppi.

 

 


Og dálítið meira af Jónasi og Jóni á Reynistað

Í framhaldi af fyrri bloggfærslu þá hef ég aukreitis verið að lesa dagbækur sem enn einn Jón Sigurðsson, að þessu sinni alþingismaður á Reynistað í Skagafirði, ritaði þegar hann var í nám í Askov skólanum á Jótlandi 1906-1907 á sama tíma og Jónas frá Hriflu og 13 aðrir Íslendingar! Jónas kemur þar furðu lítið við sögu í sjálfu sér og auðséð af lestrinum að hann hefur ekki verið í neinu leiðtogahlutverki meðal Íslendinganna. Íslendingarnir í Askov virðast hafa verið helteknir af Danahatri á alvarlegu stigi, en varla er minnst á Jónas nema þá í sambandi við íslenska glímu. Jónas var semsagt góður glímumaður, sem einhvern veginn passar ekki alveg við þá mynd sem maður gerir sér af manninum alla jafna.

Dagbækurnar eru stórmerkileg heimild um þennan sérstaka skóla og samfélag Íslendinga í Askov á þessum tíma þar sem grunnur Framsóknarflokksins var lagður með eða án Jónasi frá Hriflu.

Jón skrifar á skipinu Kong Inge við upphaf ferðarinnar til Danmerkur 23. september 1906

"Á sjálfu skipinu var fremur dauflegt. Útlendir þorparar voru á hverju strái, og jafnvel sumir Íslendingarnir voru svo danskir að þeir kusu heldur að vera með Dönunum en sínum eigin landsmönnum. Við Íslendingarnir vorum í öllu skoðaðir rétt lægri en útlendingarnir, og urðum alstaðar að víkja. En undantekingar eru þó með einstöku "danasleikju" sem gat gjört nógu lítið úr sér til þess að skríða á maganum fyrir þeim. Ég fékk á ýmsan hátt að kenna á ósvífni Dana, sem kveikti hatur mitt til þeirra, sem og síðan hefur getað þroskast og dafnað."

Lýsingarnar á útlendum borgum voru ekki fagrar. Hafnarborgin Leith í Skotlandi vakti enga hrifningu hjá Jóni.

"Mestur hluti borgarinnar var hulinn svartri reykblandaðri þoku og andrúmsloftið var eins og í reyksælu eldhúsi heima á Fróni, þar sem engir haldast nema þaulvanar eldhússtúlkur. Það eru mikil viðbrigði að koma úr tæra og heilnæma sveitaloftinu heima á Fróni og anda svo að sér slíku pestar lofti, enda fannst mér gripið fyrir kverkar mér þegar ég kom fyrst upp í borgina."

Ísland er auðvitað best í heimi!

(Meira síðar)

 


Jónas frá Hriflu og fleiri líkir

Undanfarna daga hef ég verið að rifja upp kynni mín af ævisögum Guðjóns Friðrikssonar um Jónas Jónsson frá Hriflu. Að sumu leyti er ég enn hrifnari af bókunum en fyrst þegar ég las þær. Þær eru í einu orði sagt stórskemmtilegar. Þær eru líka vandaðar að flestu leyti, en ég er orðinn svo leiðinlegur og gagnrýninn að ég get enga bók séð, nema að setja útá þær. Þrátt fyrir ánægjuna með bækurnar finnst mér þær nánast vera emperískar. Við að lesa bækurnar fær maður á tilfinninguna að íslenskum stjórnmálum á 20. öld hafi verið ráðið í bakherbergi í Stjórnarráðinu og enginn hafi haft nokkuð um það að segja. Það var ekki svo. Styrkur Jónasar frá Hriflu fólst í því hvernig hann byggði upp sitt pólitíska afl og spann þann vef sem dugði til að ná völdum. Jónas naut vissulega mikils trausts, enda búinn að vinna það traust með þrotlausri vinnu í rúman áratug, áður en hann bauð sig fram til alþingis. Þetta virðist vera einkenni á umfjöllun um stjórnmál á 20. öld. Saga Framsóknarflokksins eftir Tíma-Tóta er raunar einstakt dæmi um slíka emperíska söguritun. Þar virðast flest mál koma til af "sögulegri nauðsyn" og Framsóknarflokkurinn (eða örfáir forystumenn hans) náði þeim einstæða árangri samkvæmt bókunum að sigra í hverjum einustu alþingis- og sveitarstjórnarkosningum frá 1916. Geri aðrir betur.

Traustasti Framsóknarmaður Norðanlands hafði löngum að orði þegar rætt var um Framsóknarflokkinn. "Ég held að við höfum bara aldrei verið sterkari". Það væri kannski ráð að maðurinn með stóra nafnið í brúnni hjá Framsókn tæki sér þessi orð í munn.

 


Það er bara svona

Ég hefði seint getað ímyndað mér að ég færi að taka þátt í þessarri bloggvitleysu allrisaman, en fyrir vini og vandamenn, samherja, mótherja og aðra hef ég ákveðið sumsé að stofna til blogsíðu í tilefni af tímabundnum flutningi fjölskyldunnar til Englands, nánar tiltekið til þeirrar frómu borgar (eða bæjar) Winchester, sem er u.þ.b. klukkutíma frá London í ca suðvestur. Stefnan er semsagt sett suður fyrir frostmark. Síðar mun fjölskyldan líklega setja á stofn annað spjallsetur (blogg) þar sem fjallað verður um einskynsnýt fjölskyldumál, en í framtíðinni verður á þessarri síðu fjallað um pólitík með sögulegum og nútímalegum sleggjudómum. Svo vísað sé til eldri þátta af Stundinni okkar, þá vona ég að einhverjir hafi gagn og gaman af.

Ég var að rifja það upp um daginn að það er nær aldarfjórðungur síðan ég tók fyrst þátt í pólitísku starfi - og á sama tíma varð mér hugsað til þess að ég hefði hugsað ca 5002 sinnum um það að hætta því rugli, enda er fátt fánýtara og tilgangslausar í okkar mannlífi. Hvað það varðar er víst auðveldara í að komast en úr að fara. Hins vegar er ég sammála því að okkur ber öllum skylda til að taka samfélagslega afstöðu til mála, eftir okkar sannfæringu. Ég hef semsagt ekki fengið nóg.

Hitt er svo enn annað mál að ég hef sífellt minni áhuga á nútímapólitík. Pólitíkin í gamla daga var nefnilega miklu merkilegri og stórkostlegri en ykkur flestum getur grunað og þið sem lesið þessar færslur (þið örfáu sem ennþá nennið að lesa þessa langloku) fáið innlit í pólitískan huga þeirra sem byggðu upp íslenskt samfélag á fyrri hluta 20. aldar.

Mitt aðalstarf næstkomandi sex mánuði verður að leggja drög að MA ritgerð minni um valdabaráttu í Skagafirði undir lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. Þeim sem ekki líst á efnið ráðlegg ég að loka þessum glugga og sinna öðrum verkefnum og opna aldrei aftur.

 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 597

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband