9.3.2007 | 18:54
Í snjónum
Ég er búinn að vera í viku á Íslandi í rannsóknar- og vinnuferð. Dálítið sérkennilegt að koma heim, eftir að vera búinn að vera úti, þótt ekki sé lengri tími. Sérstaklega er fróðlegt að koma heim í umræðu um vöruverð á Íslandi ofan í umræðu í Bretlandi um holt mataræði. Mér sýnist nefnilega að það sem fyrst og fremst hafi gerst, er að verð á gosi og slíkum óþarfa hefur lækkað verulega, en aðrar vörur hafi lítið lækkað miðað við það sem var fyrir áramót. Gosið er hins vegar svipað dýrt og í Bretlandi, enda eru skattar á slíkum vörum í siðuðum löndum. Við borgum sem sagt kjúklingabringurnar okkar fjórfalt dýrara verði en í Bretlandi með bros á vör og erum bara ánægð með þetta alltsaman. Ísland best í heimi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Unnar bloggar
Færsluflokkar
Tenglar
Fréttir
Pólitík
- Heilbrigð skynsemi Sáttmáli Samfylkingar við kjósendur um þau verkefni sem nauðsynlegt er að vinna
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.