Við Framsóknarmenn - í fréttum er þetta helst

Hér er Winchester eru Framsóknarmenn (Liberals) ráðandi flokkur og berjast við íhaldsmenn um völdin. Í mínu hverfi eru Framsóknarmenn í meirihluta, en íhaldsmenn með meirihluta í Hampshire og því sífelldur núningur milli þessarra tveggja ágætu flokka, ólíkt því sem þekkist á hinni frægu íslensku Eyri. Í tilefni af því hef ég ákveðið að gerast Framsóknarmaður, en bara í Winchester, annars staðar er ég bara krati!

Nokkur atriði er vert að hafa í huga hvað þetta varðar og setja fram nokkrar grunnreglur til að vinir og vandamennn móðgi mig ekki í ógáti í þessu nýtilkomna pólitíska lífi. Fyrst varðandi söguna.

Við Framsóknarmenn í Winchester tölum helst ekki um Frakka, og alls ekki við Frakka. Okkur Framsóknarmönnum í Winchester er jafnvel svo illa við Frakka að við berjum ítalskar smástelpur ef við sjáum þær, enda hafa þær eflaust ferðast í gegn um Frakkland til að komast hingað, svo eru tungumálin ansi lík og langt frá því að vera Eton- eða Winchester enska, sem er allri ensku æðri. Okkur Framsóknarmönnum í Winchester er illa við Frakka alla tíð síðan sá ófrómi maður Vilhjálmur (sem kallaður var sigurvegari af sumum, en af öðrum réttnefninu bastarður) óð yfir sundið og setti af okkar góðu kónga, sem dvöldu hér í Winchester langdvölum við drykkju og söng. Því til sannindamerkis höfum við járnsstyttu af Alfreð Kóngi og síðan drykkjuborð Artúrs og hans meðreiðarsveina, sem við höfum nú hengt upp í höll vora til að ófrómir fari nú ekki að sóða það út. Að vísu hafa einhverjir (annaðhvort íhaldsdurtar eða kommúnistar) haldið því fram að þetta ágæta borð, sem gert er úr enskri eik, sé reyndar frá því um 1400, sem er víst að sumra sögn talsvert eftir að Artúr reið um héruð og Evrópu og barði jafnt á Frökkum og múslimum. Við tökum ekki mark á því, enda var teiknimyndasaga í Timanum sáluga þar sem þetta mál allt var rakið í smáatriðum og er merk samtímaheimild.

 meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Ég hefði gaman að því að sjá þig segja þetta, óbrosandi: Við framsóknarmenn!! ;C))

Jón Þór Bjarnason, 19.3.2007 kl. 22:45

2 identicon

Ég sé að Unnar er að nálgast okkur. Ég skal tala fyrir inngöngubeiðninni.

Sigurður Árnason (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 598

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband