Verðlag í Bretlandi og Íslandi

Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn kolruglaður í verðlagi á milli þessara landa. Það bætti ekki út skák að fara heim í byrjun mars og fylgjast með verðlækkunum í tilefni af vsk lækkuninni. Ég fór í Tesco í dag, en fyrir þá sem ekki vita er Tesco langstærsta verslunarkeðja Bretlands, þegar kemur að matvöru. Svona svipuð og Bónus, bara miklu betri þjónusta, en lávöruverðsverslun samt. Hún hefur mjög mikla markaðshlutdeild. Við förum sjaldan í Tesco aðalega vegna þess að hún er dálítið langt í burtu og ekki þægilegt að labba heim með varninginn. En við tökum þá leigubíl, sem kostar bara 500 kall. Einstaka vörur eru dýrari í Tesco en í Bónus, aðrar miklu ódýrari. Kjúklingar kosta ca 1/3 af því sem þeir kosta heima, svínakjöt allt að helmingi ódýrara og verðmunurinn á nautakjöti er mjög mikill, líklega yfir 50%.  Annað er alls ekki ódýrara hér, gos og mjólk eru t.d á svipuðu verði. Ávextir eru ekki mikið ódýrari, en grænmeti miklu ódýrara. Fiskur er á svipuðu verði og heima og gæðin ekki síðri. Það sem slær mann hins vegar er verðmunurinn á litlu vörunum sem maður tekur varla eftir, þegar maður hendir þeim í matarkröfuna. Tilbúnar matvörur eru allt að helmingi ódýrari. Ég man ekki hvað 1944 réttirnir kosta t.d. heima, en minnir að það sé í kringum 500 kall. Hér kostar svipuð vara aldrei meira en 250 krónur. Þá er eftir að taka tillit til tilboða, sem eru sífellt í gangi hérna megin við Atlandshafið. Tilboðin eru oft í kringum 50% af matvöru, minna af drykkjarvöru.

Ég get vel sætt mig við verðmun milli landanna. Allt að 30% er ásættanlegt að mínu mati. Mér sýnist hins vegar að raunverulegur verðmunur sé yfir 50% þegar tilboðin eru tekin inn í dæmið. Það er einfaldlega allt of mikið. Sleggjudómar eins og að matvara sé miklu betri á Íslandi eru einfaldlega rangir. Flest matvara er ekki verri, eða betri í Bretlandi en á Íslandi. (Þar undanskil ég reyndar lambakjöt, sem er óætt í Bretlandi). Skinkuáleggið sem er oft á tíðum 40% vatn á Íslandi er ekki leyfilegt að kalla skinku hér um slóðir. Það er einhverskonar niðurskorin svínasulta, sem ætti að banna og verðlagið á þessu heima er óguðlegt með öllu. Maður spyr sig hvort það sé svo mikilvægt að halda úti þessum tveimur eða þrem svínabúum á landinu að slík frammistaða sé verðlaunuð með einokunaraðstöðu. Og hverjir eiga svo svína- og kjúklingabúin. Jú það eru bankarnir sem eru í beinni samkeppni við venjulega bændur um kjötsölu.

Ég er sannfærður um að sala á innfluttum kjúklingum og svínakjöti muni ekki hafa veruleg áhrif á sölu á lambakjöti á Íslandi. Kannanir hafa sýnt að fólk er tilbúið til að eyða ákveðnum hluta launa sinna í matvöru. Eftir því sem tekjurnar aukast, kaupir fólk dýrari matvöru. Íslenskt lambakjöt verður aldrei ódýrt og það á ekki að vera ódýrt, en það mun seljast engu að síður, sem hágæða matvara, þrátt fyrir innflutning á óæðri vöru. Hitt er svo annað mál að það er með ólíkindum að íslenskir bændur og afurðasölur skuli enn ekki vera farnir að upprunamerkja þessa vöru. Með því einu væri hægt að hækka verðið á vörunni, a.m.k. þeirri sem er afburða góð. Hverra hagsmunir eru að gera það ekki? Tæknin er til. Sláturhúsin (sumhver a.m.k.) eru tilbúin, en kjötvinnslurnar ekki. Guðni ráðherra hefur talað um þetta í a.m.k. 10 ár en ekkert gerist! Hann kemur líklega með þetta í kosningunum í vor enn eina ferðina, en það mun ekkert gerast frekar en hin 8 árin sem hann hefur verið ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband