Jarðafaraferðaþjónusta

Hér er hugmynd fyrir ferðaþjónustuna, nýstolin héðan frá Winchester. Yfirleitt eru jarðarfarir fremur sorglegar athafnir, a.m.k. á Íslandi, en hér nei. Hérna er góð jarðarför- góð fyrir ferðaþjónustuna. Í dag verður til moldar borinn Allan Ball, sem frægastur er fyrir að hafa verið enskur heimsmeistari í fótbolta, fyrir ca 40 árum. Allan var eflaust prýðis kall og bjó hérna í nágrenninu, en í dag verður hann jarðsettur frá Dómkirkjunni í Winchester.

Fréttatímar hafa verið fullir af fréttum af þessari jarðarför, hverjir ætli að mæta og hverjir ekki. Búist er við um 13-15.000 gestum. Sérstaklega tekið fram að næg bílastæði séu fyrir hendi og líkur á að Sir Ferguson hinn skoski ætli að mæta (ef hann er búinn að jafna sig eftir tapið í gær) og líklega bara Beckham líka og fullt af fleiri frægum köllum. Þetta verður sem sagt ægilegt fjör. Ætli fagnaðarlátunum muni aldrei linna. Það er annars leiðinlegt fyrir Englendinga að þurfa að vera að jarða alla þessa heimsmeistara sína. Ætli þeir verði ekki allir dauðir, áður en Englendingar verða aftur heimsmeistarar. Það er a.m.k. buissness fyrir ferðaþjónustuna, kannske ég kíki niður í bæ og athuga hvort ég sé Becks. Ég fæ mér þá bara Becks ef það gengur ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Alan Ball! Hann var aðalhetjan mín í Arsenal þegar ég byrjaði að halda með þeim fyrir meira en þremur áratugum. En ferill minn í fótbolta var fljótari að hníga til viðar en frægðarsól hans.

Sólmundur Friðriksson, 3.5.2007 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband