4.5.2007 | 22:09
Íhaldið heldur velli
Við Framsóknarmenn í Winchesterhreppi urðum fyrir nokkru áfalli í kosningunum í gær. Eftir erfiða talningu, sem tók á annan sólarhring varð niðurstaðan sú að íhaldið hélt velli, naumlega þó. Framsóknar-liberalar unnu tvö af Verkamannaræflunum, sem eiga nú engin sæti í okkar ágæta hreppi. Svo eru einhverjir óháðir, en í öllu falli dugar það ekki til að fella íhaldið. Íhaldið hefur þannig eins sætis meirihluta eins og áður. Það er sama sagan allstaðar hér á Suðurlandinu. Íhaldið vinnur heldur á og heldur velli þar sem þeir höfðu meirihluta. Unnu Portsmouth (sem okkur þykir heldur súrt í broti). En við Frammarar höldum ennþá Southampton.
Framsóknar liberalar töpuðu yfirleitt sætum á Suðurlandinu. Ég er að hugsa um að hætta að vera Framsóknarliberali. Líklega er bara betra að vera krati hérna, eins og á Íslandi. Það góða við stöðu þeirra hér á Suðurlandinu er að hún getur varla vesnað. Verkamannaflokkurinn ræður varla einu einasta kjördæmi. Humm, þarf að ræða þetta við Blair, Brown og hina strákanna.
Þeim veitti hins vegar ekkert af því að láta Sollu kíkja á þá hérna til að kenna þeim femenisma. Þá myndu þeir kannske fá nokkur atkvæði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Unnar bloggar
Færsluflokkar
Tenglar
Fréttir
Pólitík
- Heilbrigð skynsemi Sáttmáli Samfylkingar við kjósendur um þau verkefni sem nauðsynlegt er að vinna
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað segirðu Unnar, ertu orðinn frammari? Búinn að kjósa utanskjörstaðar? Þá myndi virkilega muna um atkvæðið þitt hér uppi á klakanum. Jón Sigurðsson er farinn að koma fram í auglýsingum með óráði - hefur sennilega fengið hastarlega flensu fyrir kosningarnar, einmitt þegar hann þurfti að vera að leika í auglýsingu. A.m.k. heyrði ég hann segja að kjósendur væru bara vitlausir - fannst það ansi nýstárleg aðferð til að rétta úr kútnum. En frammarar allra landa sameinist! Nú ríður á að bjarga gamla græna flokknum og hefja gafflana á loft. Lifi bændabyltingin!!!
Sólmundur Friðriksson, 7.5.2007 kl. 22:03
Tja. Ég verð náttúrulega seint eða aldrei Íslenskur framsóknarmaður, þannig að sr. Jón verður að verða af atkvæði mínu í þetta skiptið. Hitt er svo annað mál að ég er verulegur verndunarsinni á íslenska menningu, og þætti fremur leitt ef þeir þurrkuðust út. Bændalýðurinn á Suður-Englandi skilja þetta náttúrlega ekki og kjósa allir íhaldið. Ætli þetta sé orðið eins á Íslandi?
Unnar Rafn Ingvarsson, 8.5.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.