The Ásgrímsson Syndrom

Ég veit ekki hvort Halldór Ásgrímsson þekki Gordon Brown vonarpening jafnaðarmanna í Bretlandi. Ég veit hins vegar að Gordon Brown er Skoti, að vísu mjög enskur skoti. Það færir okkur nær Íslandsströndum, spurning hvort skoskir sjómenn hafi gert strandhögg á Austurlandi fyrr á öldum. Í fyrradag var kosið um fjárlagafrumvarp þeirra Blair og félaga í þinginu. Blair var fjarri góðu gamni en Brown sat í þingsal á meðan hin langdregna atkvæðagreiðsla fór fram. Ég held að hann hafi sofnað tvisvar. Annað slagið reis hann upp við dogg og stundi þungan, en fór jafnharðan að sofa aftur. Ef ekki hefði komið til sá undarlegi siður að þingsalur væri rýmdur þegar atkvæðagreiðsla fer fram, væri hann þarna eflaust ennþá. Hann vaknaði sem sagt fyrir rest og dreif sig til Afganistan, en virtist mjög þreyttur og pirraður í kvöldfréttunum. Ég spái því að Verkamannaflokkurinn bíði gríðarlegt afhroð með þennan mann við stjórnvölinn, en enn er örlítil von um að eitthvað það gerist, sem leiði til þess að hann taki ekki við flokknum. Maður getur bara vonað!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband