Karen Barratt í bæjarstjórn!

Ég er glaður í dag, vegna þess að ég hitti frambjóðanda okkar framsóknarmanna í búðinni í dag. Hún var að tryggja sér atkvæði Indverja og Pakistana, sem eru nokkrir hérna og reka allir svona lokal búðir. Það er gott. Þeir nenna nefnilega að vinna. Okkar Indverji opnar búðina klukkan 6 á morgnanna og lokar klukkan 8 á kvöldin og hann er alltaf sjálfur á bak við búðarborðið. Í búðinni aðeins lengra í burtu er annar Indverji, hann er ekki eins duglegur. Hann lokar klukkan 6 á daginn, og kýs örugglega íhaldið.

En Karen Barratt er sómakona. Er í fínum fötum og tekur í höndina á okkur kjósendunum. Það er traustvekjandi. Svo býr hún líka til fína bæklinga. Ég á enn eftir að komast að því hverju Karen kemur til með að ráða þegar við erum búin að kjósa hana í bæjarstjórn, en vinur hennar kom í heimsókn í fyrradag með bækling. Í honum voru þrjár stórar myndir. Af Karen Barrett á spítala, af Karen Barrett að setja upp öryggismyndavél og af Karen Barrett og vinum hennar að mótmæla hrað akstri. Ég get aðeins ályktað að Karen Barrett hafi orðið fyrir bíl, sem hafi keyrði í burtu á ofsahraða og engin vitni hafi verið til staðar. Svo hafi hún bara drifið sig á spítalann.

Annars erum við stuðningsmenn Karenar á því að Verkamannaflokkurinn eigi ekki séns í kosningunum 5 maí og þess vegna viljum við að allir sem ætla að kjósa hann, kjósi bara okkur, þannig að helv. íhaldið komist ekki að í St. Pauls. Það væri ægilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Það þarf ekki mikið til að gleðja þig Unnar minn. Er páskalambið ekki komið út? Habbðu það gott um páskana.

Karl Jónsson, 4.4.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Unnar bloggar

Höfundur

Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Rafn Ingvarsson
Unnar Ingvarsson. Sagnfræðingur á Sauðárkróki, nú búsettur í Winchester í Englandi. Þeir sem þurfa að hafa samband er bent á póstfangið unnar.ingvarsson@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Garðar að verða frægur
  • Burping Ron
  • Butter Cross í High Street
  • Dómkirkjan í Winchester
  • Vetrardagur í Skagafirði

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 548

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband